Atvinnulíf

true

Kraumandi sjór af makríl

Sjórinn vestan við landið kraumar víða af makríl þessa dagana. Hans verður meðal annars vart við Akranes og norðurmeð vesturströndinni og á Breiðafirði má víða sjá fláka makríltorfa. Alfons Finnsson fréttaritari Skessuhorns tók meðfylgjandi mynd á næstsíðasta degi strandveiðanna, síðastliðinn mánudag. Þarna er Ástgeir bróðir hans á sjó, en allt kringum bátinn kraumar sjórinn af makríl,…Lesa meira

true

Brátt rís fyrsta blokk af þremur við Asparskóga

Eins og Skessuhorn greindi frá fyrr í sumar munu senn rísa íbúðablokkir á Akranesi við Asparskóga 27 og 29. Það er fyrirtækið Uppbygging ehf., í eigu Engilberts Runólfssonar byggingaverktaka, sem byggir. Í hvoru húsi um sig verða tólf íbúðir, þriggja og fjögurra herbergja, 100-125 fermetrar með geymslum. Verða þær seldar fullbúnar með gólfefnum og áætlað…Lesa meira

true

Kraftur hljóp í makrílveiðar í júlí

Á vef Fiskistofu er gert grein fyrir afla úr deilistofnum í síðasta mánuði. Þar kemur fram að  íslensk skip lönduðu 35.632 tonnum af makríl í júlí síðastliðnum. Nokkur kraftur hljóp í veiðarnar í síðasta mánuði miðað við þann gang sem fyrir var á þeim. Nær allur makrílafli júlímánaðar veiddist í íslenskri lögsögu að undanskildum 906…Lesa meira

true

Fær ekki starfsmenn og flytur því fyrirtækið suður

Hilmir B Auðunsson pípulagningameistari hefur ákveðið að hætta rekstri pípulagningafyrirtækis síns í Borgarnesi og flytja starfsemina á höfuðborgarsvæðið. Ástæðuna segir Hilmir þá að hann sé búinn að gefast upp á að reyna að fá menn til starfa í Borgarnesi. Undanfarin misseri hefur hann haft tvo starfsmenn með sér og hættir annar í haust. Þrátt fyrir…Lesa meira

true

Brauðgerð Ólafsvíkur fær nýtt útlit

Skipt var um glugga og gler í Brauðgerð Ólafsvíkur nú í sumar og um leið fékk bakaríið örlítið breytt útlit. Settar voru skemmtilegar filmur með gömlum ljósmyndum á nýja glerið. „Okkur þótti þetta ágætis hugmynd og lögðumst í smá grúsk til að finna réttu myndirnar. Þessar heilluðu okkur, höfðum því samband við eigendur þeirra og…Lesa meira

true

Samningur ríkisins og Silicor hóflegur að mati ESA

Eftirlitsstofnun EFTA hefur samþykkt ívilnanasamning íslenska ríkisins við Silicor Materials vegna byggingar sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins á Grundartanga. Samningurinn kveður á um skattahagræði, það er að segja afslátt á sköttum og opinberum gjöldum, og ívilnanir á reglum um leigu og fyrningu. Þetta kemur fram á heimasíðu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Samningurinn gildir til tíu ára og andvirði hans…Lesa meira

true

Lok strandveiða á svæðum A, B og C

Á vef Fiskistofu er greint frá því að von sé á auglýsingu í stjórnartíðindum um lok strandveiða á svæðum A, B og C. Samkvæmt þeirri auglýsingu verður síðasti dagur strandveiða á svæðum A og C þriðjudagurinn 9. ágúst næstkomandi. Bann við strandveiðum á þeim svæðum tekur því gildi frá og með miðvikudeginum 10. ágúst. Þá…Lesa meira

true

Lokamánuður strandveiða hafinn

Fjórða og síðasta lota strandveiðitímabilsins hófst 2. ágúst síðastliðinn og mega standa til loka mánaðarins, að því gefnu að kvótinn klárist ekki fyrir þann tíma. Veiðar í júlí gengu vel. Alls veiddu strandveiðibátar 2.385 tonn hringinn í kringum landið í mánuðinum, að því er kemur fram á heimasíðu Landsambands smábátaeigenda. Meðalafli var sá hæsti frá…Lesa meira

true

Mótmæla skerðingu á strandveiðikvóta

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar fimmtudaginn 28. júlí síðastliðinn var lagt fram bréf frá Sæljóni, félagi smábátaeigenda á Akranesi. Í bréfinu mótmæla smábátaeigendur í bænum harðlega 200 tonna skerðingu á strandveiðiheimilda á svæði D, sem nær frá Höfn að Borgarbyggð. „Með útgáfu reglugerðar nr. 337 þann 26. apríl sl. ákveður sjávarútvegsráðherra að auka heildarkvóta fyrir strandveiðar…Lesa meira

true

Bifreiðaverkstæði B.A. Einarssonar lokað

Sú breyting hefur orðið á rekstri verkstæðis og stálsmiðju B.A. Einarssonar í Búðardal bifreiðaverkstæði fyrirtkækisins hefur verið lokað. Verkstæðið og stálsmiðjan var opnuð að Vesturbraut 8 fyrir tæpum tveimur og hálfu ári síðan, 27. febrúar 2014, af Birni Anton Einarssyni stálsmiði, en Katarínus Jón Jónsson bifvélavirki sá um rekstur bifreiða- og vélaverkstæðisins. Í samtali við…Lesa meira