Atvinnulíf

true

Stýrivextir áfram eitt prósent

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að vextir bankans verði óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, sem jafnan eru kallaðir stýrivextir, verða því áfram 1%. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman um 7% í ár og útlit fyrir að atvinnuleysi verði nálægt 10% í árslok. En þótt horfur fyrir seinni hluta árs…Lesa meira

true

„Hér verður lifandi og dýnamísk starfsemi“

– rætt við Valdísi Fjölnisdóttur, framkvæmdastjóra Þróunarfélagsins Breiðar   Þróunarfélagið Breið var stofnað á Akranesi í byrjun júlí nú á liðnu sumri, þegar fulltrúar 17 fyrirtækja og stofnana skrifuðu undir samkomulag þar að lútandi. Verkefnið var að forgöngu Akraneskaupstaðar og Brims, sem höfðu frá því síðasta haust unnið saman að undirbúning að stofnun þróunarfélags um…Lesa meira

true

Annar hver íbúi skrifaði undir

Alls lögðu 320 Dalamenn nafn sitt við undirskriftalista þar sem breytingum á matvöruversluninni í Búðardal úr Kjörbúð í Krambúð er mótmælt. Sömuleiðis var mótmælt þeirri verðhækkun sem breytingunum hafa fylgt og þess krafist að Kjörbúð verði opnuð í sveitarfélaginu á ný. Undirskriftalistanum ásamt áskoruninni var komið til Samkaupa í gær, mánudaginn 24. ágúst. Sem fyrr…Lesa meira

true

N1 á nýjan stað á Akranesi

Festi hf. og Akraneskaupstaður hafa skrifað undir samning um lóðaskipti. Þau fela í sér að lóðin þar sem núverandi afgreiðslustöð N1 stendur við Þjóðbraut verður afhent bænum í skiptum fyrir nýja lóð við Hausthúsatorg. Búist er við því að framkvæmdir hefjist á nýrri lóð snemma á næsta ári, að því er fram kemur í tilkynningu.…Lesa meira

true

Síðasti strandveiðidagurinn á morgun

Morgundagurinn, miðvikudagurinn 19. ágúst, verður síðasti strandveiðidagurinn á þessu tímabili. Frá og með fimmtudeginum 20. ágúst verða stranvdeiðar bannaðar, tæpum tveimur vikum áður en veiðitímabilið er á enda. Frá þessu er greint á vef Fiskistofu. Strandveiðitímabilið er frá 1. maí og út ágústmánuð, en útgefnar aflaheimildir duga ekki til að ljúka yfirstandandi vertíð. Við upphaf…Lesa meira

true

Eldri borgarar íhuga að stofna stjórnmálahreyfingu

„Þetta er svo mikið óréttlæti. Þegar það kostar ekki krónu að leyfa eldri borgurum að vinna sér til bjargar og þeim er meinað það. Þegar verið er að skerða greiðslur Tryggingastofnunar á móti lífeyrisgreiðslum; eða þegar eldri borgarar missa öll réttindi sín í verkalýðshreyfingunni eftir áratuga starf. Þetta er svo ótrúlegt, að það er ekki…Lesa meira

true

Settist að í Ólafsvík og líkar vel að búa á Íslandi

Andrzej Kowalcyk er einn þeirra fjölmörgu Pólverja sem setja svip sinn á Snæfellsbæ. Hann er frá bænum Dudki sem er norðuraustarlega í heimalandi hans. Aðspurður um hvernig hafi staðið á því að hann ákvað að koma til Íslands segir hann að einn af hans vinum hafi verið að vinna á Íslandi og að það hafi…Lesa meira

true

„Mikilvægt að bera virðingu fyrir sjónum“

Eskey ÓF er 27 brúttótonna króaaaflamarksbátur sem gerður er út frá Akranesi á vorvertíðinni og eitthvað fram á sumarið. EskeyÓF er í eigu Bjarna Bragasonar útgerðarmanns frá Hornafirði en Þráinn Þór Þórarinsson er skipstjóri á bátnum árið um kring. „Pabbi var sjómaður alla sína tíð og ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég…Lesa meira

true

„Ég var rúmlega óþolandi þar til ég fékk að fara á sjó“

Stefán Viðar Ólason fæddist á Ísafirði 1992 og bjó í Bolungarvík. Hann fluttist átta ára gamall til Grundarfjarðar þegar útgerð Guðmundar Runólfssonar hf. keypti bátinn Heiðrúnu ÍS, en faðir Stefáns, Óli Fjalar Ólason, var skipstjóri á þeim báti sem síðar fékk nafnið Ingimundur SH. Stefán ólst upp í mikilli nálægð við sjóinn og sjómannslífið, en…Lesa meira

true

„Ég er svona trillukarl“

– segir Maggi Emma í Ólafsvík   „Ég byrjaði ellefu ára á sjónum. Pabbi og vinur hans keyptu trillu, en pabbi var svo sjóveikur að hann gat eiginlega ekkert unnið. Þannig að ég sagði við hann; „pabbi minn, ég skal bara fara út á sjó fyrir þig.“ Sem ég gerði, sendi bara kallinn í land…Lesa meira