Atvinnulíf

true

Stækkun stendur yfir á Hótel Húsafelli

Hótel Húsafell var opnað með formlegum hætti 15. júlí á síðasta ári þegar tekið var á móti fyrstu gestunum. Nú þegar hefur verið ráðist í stækkun hótelsins úr 36 herbergjum í 48. Framkvæmdir hófust í marsmánuði og ganga vel. „Platan var steypt í byrjun apríl og verkinu á að vera að fullu lokið um miðjan…Lesa meira

true

Fimm daga lokun vegna útfarar bakarahjóna

Í bæjarblaðinu Jökli sem gefið er út í Ólafsvík er í dag auglýsing þar sem segir frá fimm daga lokun bakarísins á staðnum; Brauðgerð Ólafsvíkur. Þar segir að lokað verði dagana 21. – 25. maí 2016 vegna „út-farar“ bakarahjónanna. Gæsalappir og broskall á viðeigandi stöðum bendir þó til að bakarahjónin séu við góða heilsu, en…Lesa meira

true

Samfélagsbanki í undirbúningi

Í undirbúning er íslenskur samfélagsbanki; Heimilisbankinn. Kynningarfundur hefur verið boðaður þriðjudaginn 24. maí næstkomandi en honum hefur enn ekki verið fundinn staður. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Þar er haft eftir Hólmsteini Brekkan, framkvæmdastjóra Samtaka leigjenda á Íslandi, sem á sæti í undirbúningshópi verkefnisins, að hugmyndin um samfélagsbanka hafi legið í dvala…Lesa meira

true

Breiðarmálið afgreitt í bæjarstjórn á þriðjudag

Tillaga um breytt skipulag á Breiðarsvæðinu á Akranesi hefur sem kunnugt er verið til umfjöllunar hjá skipulagsyfirvöldum í nokkra mánuði. Eins og komið hefur fram í fréttum Skessuhorns snýst málið um fyrirhugaða uppbyggingu nýrrar fiskþurrkunarverksmiðju HB Granda á Breið. Málið er sem stendur til umfjöllunar hjá skipulags- og umhverfisráði, sem fundað hefur í þessari viku.…Lesa meira

true

Grunnur að hóteli og íbúðum í miðbæ Borgarness

Starfsmenn Borgarverks í Borgarnesi er nú langt komnir með að moka grunn fyrir húsin sem reisa á við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns verður annars vegar byggt 85 herbergja, fjögurra stjörnu hótel og hins vegar 26 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Á jarðhæð verður þjónusturými og bílageymsla verða undir hluta…Lesa meira

true

Nýir rekstraraðilar opna Garðakaffi á næstu dögum

Á næstu dögum verður Garðakaffi á Akranesi opnað á nýjan leik. Hjónin Auður Líndal og Baldur Ólafsson hafa tekið við sem nýir rekstraraðilar kaffihússins. Að sögn Auðar er allt á fullu í undirbúningi og stefna þau á að opna sem allra fyrst. Garðakaffi verður rekið með breyttu sniði frá því sem áður var. „Ég vona…Lesa meira

true

VS Tölvuþjónusta á Akranesi fær alþjóðlega vottun

VS Tölvuþjónusta ehf. á Akranesi fékk nýverið staðfesta alþjóðlega upplýsingaöryggisvottun á starfsemi sína á Íslandi samkvæmt staðlinum ISO 27001. Um er að ræða alþjóðlegan staðal frá vottunarstofunni BSI og felur vottunin í sér að fyrirtækið uppfyllir fyrirfram staðlaðar kröfur sem byggja á árlegum úttektum á fyrirtækinu. VS Tölvuþjónusta hefur verið starfandi frá því í júlí…Lesa meira

true

Breytingar verða á forystu LK

Útlit er fyrir miklar breytingar á forystu Landsbambands kúabænda á komandi aðalfundi sambandsins sem haldinn verður um mánaðamótin. Sigurður Loftsson í Steinsholti, sem setið hefur í stjórn sl. 14 ár, fyrstu sjö sem varaformaður og síðan formaður, hefur líst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs.   Slíkt hið sama…Lesa meira

true

Kosningu lýkur á morgun um búvörusamningana

Búnaðarsamtök Vesturlands minna á kosninguna um búvörusamningana, en henni lýkur á morgun 22. mars. „Kosningin á Bændatorginu verður opin til miðnættis annað kvöld, 22. mars, en þeir sem nota pappírsatkvæði verða að póstleggja þau á morgun 22. mars í síðasta lagi. Miklu skiptir að þátttaka verði sem best. Símavakt verður hjá Bændasamtökum Íslands annað kvöld. …Lesa meira

true

Salti landað á Snæfellsnesi

Saltskipið Flinterdijk kom til Ólafsvíkurhafnar aðfararnótt laugardagsins. Björgunarbáturinn Björg fylgdi skipinu síðasta spölinn inn í höfnina. Þúsund tonnum af salti var skipað upp úr Flinter að þessu sinni. Það eru fiskverkanirnar Valafell ehf og KG fiskverkun sem nota mest allt saltið en einnig er töluvert magn af því geymt á lager á hafnarsvæðinu. Frá Ólafsvík…Lesa meira