Yfirlýsing frá leiðbeinendum Fjöliðjunnar

Starfsfólk Fjöliðjunnar

Vegna ummæla Einars Brandssonar í síðasta tölublaði Skessuhorns um leiðbeinendur Fjöliðjunnar þykir okkur mikilvægt að svara fyrir okkur.

Að baki Fjöliðjunnar er öflugur hópur starfsmanna sem hafa sjálfstæðar skoðanir. Fjöliðjan hefur einnig öflugan hóp leiðbeinenda sem vinnur ötullega að stuðningi starfsmanna. Leiðbeinendur vita að þeirra hlutverk er að styrkja og styðja, vera málsvari þess sem þarfnast aðstoðar.

Virðing er dyggð sem Fjöliðjan stolt fer eftir. Traust er mikilvægt í starfi leiðbeinenda og mikilvægt að starfsmenn finni að traustið bregst ekki, þrátt fyrir skiptar skoðanir, ákvarðanir og verk annarra.

Bæjarstjórn og bæjarbúum má vera ljóst að skoðanir leiðbeinenda byggja á skoðunum og hugmyndum starfsmanna.

Það er aldrei gott að ætla sér að vinna til framtíðar ef skoðanir annarra mega ekki heyrast.

Aðstandendur fatlaðra ættu að geta verið sáttir og öruggir því svo sannarlega eru hagsmunir og skoðanafrelsi í hávegum haft í öllu starfi Fjöliðjunnar.

Með ósk um gleðilega hátíð til allra,

Árni Jón Harðarson, deildarstjóri Fjöliðjunnar, með áralanga reynslu í starfi, aðstandandi fatlaðrar systur og iðnaðarmaður

Ásta Pála Harðardóttir, yfirþroskaþjálfi Fjöliðjunnar, með áratuga reynslu í starfi og aðstandandi fatlaðrar systur

Erla Björk Berndsen Pálmadóttir, þroskaþjálfi Fjöliðjunnar, verslunarstjóri Búkollu, með áralanga reynslu í starfi

Guðrún Fanney Helgadóttir, leiðbeinandi Fjöliðjunnar, með áralanga reynslu í starfi

Hafdís Arinbjörnsdóttir, félagsliði Fjöliðjunnar, með áralanga reynslu í starfi

Hafdís Dóra Gunnarsdóttir, BA félagsráðgjöf hjá Fjöliðjunni, með áralanga reynslu í starfi

Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir, þroskaþjálfi Fjöliðjunnar, með reynslu í starfi

Kathrin Schymura, þroskaþjálfi Fjöliðjunnar í mastersnámi, með áratuga reynslu í starfi og uppalin með fólki með fötlun

Kristín Halldórsdóttir, leiðbeinandi Fjöliðjunnar, tækniteiknari, með áralanga reynslu í starfi

Ragnheiður Eva Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi hjá Fjöliðjunni, í mastersnámi, með reynslu í starfi

Steinunn Guðmundsdóttir, þroskaþjálfanemi, leiðbeinandi Fjöliðjunnar, með reynslu í starfi

Sólrún Perla Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur, með mikla reynslu í starfi

Svana Guðmundsdóttir, félagsliði Fjöliðjunnar, með áratuga reynslu í starfi

Silvía Kristjánsdóttir, nemi í iðjuþjálfun, leiðbeinandi í Fjöliðjunni, með reynslu í starfi