„Við skulum ræða Evrópumál“

Jóhannes Finnur Halldórsson

Ef ég myndi skrifa grein og vildi koma á framfæri í dag í aðdraganda kosninga til Alþingis, árið 2024, gæti hún byggst á eftirfarandi staðhæfingum:

„Lækka verður stýrivexti strax og koma þeim á stuttum tíma í það horf sem er í nálægum löndum.

Forsendur samkeppnishæfni eru opinn og frjáls markaður með frjálst flæði fjármagns, vöru, þjónustu og vinnuafls. Enn fremur stöðugt efnahagsumhverfi með stöðugum gjaldmiðli, stöðugu verðlagi og fyrirsjáanlegu vaxta- og skattaumhverfi.

Skapa stöðugleika, öryggi og traust með nýjum gjaldmiðli og skipa okkur í raðir Evrópuþjóða.

Erlend eignaraðild og sameining banka eru mikilvægustu hagræðingaraðgerðirnar. Lækka þarf vexti og afnema gjaldeyrishöft.

Áhersla verði lögð á gegnsæi eignatengsla.

Íslenska krónan er gjaldmiðill sem rúinn er trausti á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði.

Umsókn um aðild að Evrópusambandinu og myntsamstarfi Evrópu sendir afar sterk skilaboð til alþjóðasamfélagsins um stefnumótun Íslendinga til framtíðar. Náist samningar þarf þjóðin að geta sagt álit sitt á aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Ofangreindar staðhæfingar eru fengnar orðréttar úr Endurreisnarskýrslu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi árið 2009 sem fékkst aldrei rædd frekar, þar eða síðar.  Landsfundarfulltrúar sem þar voru, geta svarað því hvers vegna.

 

Jóhannes Finnur Halldórsson

Höf. er eldri borgari, búsettur á Akranesi