VEKJUM ATHYGLI!

Leiðbeinendur Fjöliðjunnar á Akranesi

Bæjarstjórn Akraness! – ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ HLUSTA?

 • HVAÐ SKIPTIR YKKUR MÁLI – ER ÞAÐ VELFERÐ FÓLKS OG VILJI ? HVAÐ STJÓRNAR YKKAR FÖR?
 • ÞIÐ hafið svikið loforð – þið misnotið vald með hroka – þið talið niður til og hundsið skoðanir fólks!
 • HVAÐ ER SAMFÉLAG ÁN AÐGREININGAR?
 • ÞIÐ tókuð ákvörðun um innra skipulag Fjöliðjunnar án aðkomu þeirra sem þar starfa og þekkja best!
 • EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR!
 • ÞIÐ tókuð ákvörðun um að HLUTI VINNUSTAÐARINS Fjöliðjunnar væri best settur í samfélagsmiðstöð, á neðstu hæð í blokk með tómstundastarfi barna og unglinga.
 • ÞIÐ spyrjið ekki og takið ekki tillit til vilja og skoðana þeirra sem málið varðar. SAMNINGUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
 • ÞIÐ spyrjið ekki og kynnið ykkur ekki hugmyndafræði, reglur og skyldur þær sem Fjöliðjan vinnur eftir.
 • ÞIÐ segið leiðbeinendum Fjöliðjunnar að hlýða ákvörðun stjórnvaldsins eða finna sér aðra vinnu.
 • VINNUSTAÐURINN: Fjöliðjan & Búkolla telur 78 starfsmenn – skiptir rödd þeirra engu máli?
 • FJÖLIÐJAN: Sinnir magnaðri starfsemi – er fyrirmynd annarra vinnustaða á landsvísu – er eftirsótt.
 • FJÖLIÐJAN ER: Vinnustaður sem sinnir fjölbreyttum verkefnum, pökkun o.fl. fyrir fjölda fyrirtækja á landinu, sinnir endurvinnslu, rekur Búkollu nytjamarkað, rekur Gróðurhús, Smiðju. Er fyrirmynd annarra sambærilegra staða. Er og á að vera stolt allra Skagamanna
 • FJÖLIÐJAN í dag var EKKI búin til af bæjarstjórninni
 • FJÖLIÐJAN í dag var þróuð og mótuð af starfsmönnum, leiðbeinendum og stjórnendum hennar

o          Hver á að ákvarða um FRAMTÍÐ FJÖLIÐJUNNAR?

o          FÓLKIÐ SEM ÞAR STARFAR OG ÞRÓAÐI OG MÓTAÐI STARFIÐ!

o          VIÐ HVETJUM YKKUR TIL AÐ ENDURSKOÐA ÞESSA ÁKVÖRÐUN ÞVÍ KRAFA OKKAR ER EINFÖLD;

o          FJÖLIÐJAN ÖLL SAMAN Í EINU HÚSI!

 

Aðsend grein frá leiðbeinendum Fjöliðjunnar á Akranesi