Vegna greinar Hilmars Más Arasonar

Jónína Erna Arnardóttir

Nokkrir upplýsingapunktar vegna greinar frá Hilmari Arasyni um skotæfingasvæði í Borgarbyggð:

 

Í fyrsta lagi þá er það þannig í skipulagsferli lögum samkvæmt, að eftir að sveitarstjórn hefur tekið fyrir aðalskipulagsbreytingu þá sem Hilmar vísar í að hafi verið gerðar athugasemdir við, þá er innsendum athugasemdum svarað.  Sveitarstjórn hefur enn ekki tekið málið fyrir og þess vegna hefur þessum athugasemdum ekki verið svarað.

 

Í öðru lagi þá hefur skýrsla Trivium um hljóðmælingarnar alltaf legið fyrir á heimasíðu sveitarfélagsins og má nálgast hana á þessari vefslóð: http://borgarbyggd.is/frettaflokkur/skyrsla-um-hljodmaelingar/

 

Í þriðja lagi þá má upplýsa að fundað var með nær öllum hagsmunaaðilum og tveir opnir fundir haldnir um málið. Auk þess fór umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd í vettvangsferð á sambærilegt svæði á Akranesi og Álfsnesi og kynnti sér málið.  Einnig er nú leyfilegt að nota hljóðdeyfa á skotæfingasvæðum.

Upplýst umræða er af hinu góða og hvet ég alla til að kynna sér málið sem best.

 

Jónína Erna Arnardóttir.

Höf. er formaður umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar