Umboðsmaður aldraðra og öryrkja

Hafsteinn Sigurbjörnsson

Nú í aðdraganda kosninga þegar allir frambjóðendur lofa að bæta kjör ellilífeyrisþega og öryrkja minnist enginn á þá brýnu þörf sem er fyrir að stofna embætti umboðsmanns aldraðra og öryrkja. Það eru til margskonar umboðsmenn; umboðsmaður Alþingis, umboðsmaður dýra og umboðsmaður barna, svo nokkuð sé nefnt.

Gamalt máltæki seigir : Tvisvar verður gamall maður barn. Í þessu máltæki er mikill sannleikur. Á undaförnum tveimur áratugum eða svo hefur tæknivæðing verið svo mikil og hröð í upplýsingaöflun og samskiptaþáttum að gamalt fólk á erfitt með að tileinka sér þessar breytingar. Ég veit að flest fólk sjötugt og eldra kann ekki mikið á tölvur. Það fær allskonar upplýsingar, kröfur og annað með rafrænum hætti, sem það á erfitt með að átta sig á, því skjalfest gögn eru oft engin í þessum samskiftum.

Ég ætla að leyfa mér að segja frá nokkrum atvikum sem ég sjálfur hef lent í sem sýna hve nauðsynlegt það er að gamalt fólk eigi sér sérstakan stjórnskipaðan umbosmann til að leita til og gæta hagsmuna sinna.

Í apríl 2014 ákvað ég að fara til Tenerife með Úrval Útsýn í lok september. Þar sem ég hef takmörkuð fjárráð þá samdist okkur að ég skyldi borga fjórðung upphæðarinnar í apríl og eftirstövarnar í fjórum greiðslum 10. maí, júni, ágúst og september. Þannig að ég væri búinn að greiða ferðina að fullu áður en ég færi í hana. 10. maí átti ég að greiða fyrstu greiðslu af fjórum. Í byrjun maí fæ ég kröfu frá fyrirtæki sem heitir Borgun um umsamda upphæð auk 6800 kr í vexti. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað þarna var á ferðinni, en sá þá að greiðsluupphæðin á ferðina var sú sem samið hafði verið um.

Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað þarna væri á ferðinni, en sá að þarna var maðkur í mysu. Að borga vexti af fyrirfram greiddum kaupum væri ólölegt og jaðraði við þjófnað. Niðurstaða málsins varð sú að ég hótaði kæru og var þá málið lagt niðurog ég borgaði enga vexti.

Ég ætla að leyfa mér að segja frá öðru álíka. Í apríl er hringt í mig frá DV og var spurður hvort ég vildi ekki fá DV frítt í tvo mánuði til að kanna hvort mér líkaði við blaðið. Var ég beðinn um að að láta vita áður en þessi tími væri liðinn hvort ég vildi fá blaðið áfram og yrði þá áskriftar tíminn þrír mánuðir. Mér líkaði ekki blaðið og lét vita af því innan þess tíma sem um var rætt. Um svipað leiti sé ég að komin er krafa á bankareikning minn frá DV um greiðslur til þeirra fyrir sept, okt og nóv. Ég hringdi strax í DV og sagði þeim að ég myndi ekki greiða þessa reikninga, því ég hafði aldrei samþykkt neina skuldbindingu um það. Þá sagði viðmælandi minn, að þeir litu svo á að samþykki mitt um að skoða blaðið væri bindandi fyrir mig að greiða blaðið næstu 3 mánuði. Ég hringdi í Neytendastofu og Neytendasamtökin og báðar þessar stofnanir sögðu að ég væri ekki sá fyrsti sem kvartaði yfir svona framferði. Fyrir stuttu fékk ég svo inheimtukröfu frá Alskil hf. Ég hringdi í Alskil og talaði þar við ágæta konu, sagði henni þessa sögu og um leið að ég hefði séð á bankareikningi mínum að horfnar voru þær kröfur frá DV sem þar höfðu verið. Fleiri sögur í svipuðum dúr get ég sagt frá en læt þetta duga.

Þessar sögur sýna kve brýnt er að gamalt fólk fái umboðsmann til að hjálpa þeim að glíma við viðfangsefni sem það ræður ekki við.

 

Virðingarfyllst,

Hafsteinn Sigurbjörnsson.

 

 

 

 

Fleiri aðsendar greinar