Þjónusta við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð

Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Mánudaginn 18. apríl síðastliðinn var haldinn samráðsfundur um þjónustu við einstaklinga með fötlun í Borgarbyggð. Þetta er þriðji fundurinn af þessu tagi, haldnir árlega. Fundarmenn ræddu í hópum um hvað í þjónustunni nýtist vel og hvað má betur fara.  Rædd voru ýmiss atriði, til dæmis akstur, búseta og ný verkefni fyrir Ölduna.

Farið var yfir hvað hefur þokast til betri vegar frá síðasta fundi.  Þar má nefna nýtt húsnæði fyrir vinnustaðinn Fjöliðjuna, sem fékk einnig nýtt nafn og heitir núna Aldan.  Búsetuþjónustan hefur fengið nýjan bíl til afnota, stofnaður hefur verið rýnihópur til að fara yfir útboðs- og úttektargögn sveitarfélagsins, er varða aðgengi og nýframkvæmdir, og stofnunum sem ráða inn einstaklinga með skerta starfsgetur hefur fjölgað.   Það er ánægjulegt hve margt hefur áunnist og mikilvægt að haldið sé áfram á sömu braut.

Í ár verður meðal annars haldið áfram með endurbætur á Öldunni, gerð úrbótaáætlun varðandi aðgengi sem byggð er á athugun sem nemendur í LBHÍ unnu og viðurkenninginn Ljósberinn verður veitt aftur í haust.  Viðurkenning sem veitt er fyrirtækjum og stofnunum sem veita fólki með skerta starfsgetu atvinnu.

 

Það er ánægjulegt hve mikið hefur áunnist á þessu ári.  Velferðarnefnd mun halda áfram að vinna samkvæmd framkvæmdaáætlun sem vinnuhópur um stefnumótun í málaflokknum vann haustið 2014.  Markviss framkvæmdaáætlun, skipulögð vinnubrögð og gott starfsfólk hafa skilað okkur fram veginn í málaflokknum.

 

Hulda Hrönn Sigurðardóttir

huldahronn@borgarbyggd.is

Fleiri aðsendar greinar