Taktu afstöðu!

Eirikur Þór Theodórsson

Í fyrsta skipti frá stofnun Stéttarfélags Vesturlands geta allir félagsmenn kosið í beinni kosningu, um tvo lista í næstkomandi stjórnarkjöri sem fram fer dagana 1.-5. apríl.

Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sér þetta tækifæri og hafi bein áhrif á framtíð félagsins með því að taka þátt í kosningunni.

Kosið er um óbreytt ástand…  eða nútímavæðingu á starfsemi félagsins með áherslur á bætta þjónustu við alla félagsmenn innlenda sem og erlenda.

Framboð B-lista er tilkomið vegna undirliggjandi óánægju margra almennra félagsmanna sem og trúnaðarmanna innan félagsins.

Okkur finnst nauðsynlegt að svara þeirri óánægju með því að gefa félögum kost á að kjósa á milli tveggja lista og leyfa þeim að úrskurða um framtíð félagsins.

B-listinn stendur fyrir; betri þjónustu, breyttum vinnubrögðum sem og bættum samskiptum.

Með því að kjósa B-listann tryggir þú eðlilega endurnýjun í stjórn félagsins, þú velur einstaklinga sem vilja hugsa um þína hagsmuni og eru tilbúnir að berjast fyrir þig og þínum réttindum.

 

Eiríkur Þór Theodórsson

Höf. er frambjóðandi B-listans til formanns Stéttarfélags Vesturlands