Tækifæri til breytinga, kjósum fólk með nýjar áherslur til forystu!

Eiríkur Þór, María Hrund og Skúli

Félagar Stéttarfélags Vesturlands, StéttVest, hafa nú tækifæri til að endurnýja í forystu félagsins.

Við viljum svara ákalli um breyttar áherslur og breytt vinnubrögð formanns og stjórnar. Við viljum bæta og nútímavæða vinnubrögð og að félagið endurheimti traust íslenskra sem og erlendra félagsmanna.

Okkur þykir löngu tímabært að félagar í StéttVest hafi allir tækifæri til að hafa áhrif á framtíð og stefnu félagsins. Einnig þau mál sem varða félagsmanninn sjálfan og viljum við undirrituð að stunduð verði lýðræðislegri vinnubrögð en tíðkast hafa.

Helstu stefnur B-lista eru:

  • Lækka laun formanns svo hann sé í meiri tengingu við laun verkafólks og endurnýja traust stjórnar og trúnaðarráðs.
  • Auka þekkingu allra félagsmanna jafnt Íslendinga sem og fólks af erlendum uppruna á hlutverki stéttarfélagsins, vita sín réttindi og kröfur í sjóði. Einnig teljum við nauðsynlegt að upplýsa þá starfsmenn sem eru á samningssvæði okkar en greiða í önnur félög um reglur og skyldur einstaklings og félags í brota- og kjarasamningsmálum.
  • Framtíðarmarkmið okkar er að lækka félagsgjöld, auka hlutfallslegan fjölda félagsmanna á okkar svæði, vinna að aukinni þjónustu jafnt frá skrifstofunni sem og rafrænt þ.m.t. nútímalegri heimasíðu.
  • Einnig teljum við mikilvægt að virkja fleiri félagsmenn okkar í nefndir, ráð og trúnaðarmannastörf hjá okkur og þá af öllu svæðinu okkar.

   B-listann skipa:

Eiríkur Þór Theodórsson formaður (Starfsmaður í Landnámssetri Íslands)

María Hrund Guðmundsdóttir meðstjórnandi (Starfsmaður í Nettó)

Skúli Guðmundsson ritari (Starfsmaður í Frumherja).

Við höfum öll starfað í fjölbreyttum atvinnugreinum og verið trúnaðarmenn á mörgum vinnustöðum. Við þekkjum vel vinnuaðstæður og stöðu verkafólks á félagssvæðinu og treystum okkur vel til að taka við stjórn félagsins.

Eiríkur Þór, María Hrund og Skúli.