Stefnuleysi stjórnvalda vegna innviðaskulda

Sigurður Páll Jónsson

Uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðum Íslands er yfir 420 miljarðar samkvæmt skýrslu Samtaka iðnaðarins frá 2021 og ætla má að hafi hækkað töluvert síðan. Samkvæmt heimildum, ef nýir innviðir eru teknir með inn í myndina, nálgast innviðaskuldin á Íslandi yfir þúsund miljarða.

Þessi staðreynd er m.a. á afrekaskrá núverandi ríkisstjórnar og þó að núverandi fjármálaráðherra sem þáverandi samgöngu- og sveitastjórnaráðherra hafi endurskýrt ráðuneytið sem (innviðaráðuneyti) lækkaði innviðaskuldin ekkert.

Á meðan ríkisstjórnin hefur t.d. skuldbundið sig að greiða stærstan hluta í borgarlínu áformum á höfuðborgarsvæðinu upp á tugi miljarða er varla stafkókur um áætlanir vegna innviðaskulda.

Í kosningastefnu Miðflokksins fyrir kosningarnar 2017 kynnti flokkurinn áætlunina Ísland allt. Stórtæka áætlun um að efla byggðir landsins alls.

Áætlunin snýst um að líta á heildarmyndina en ekki bara afmarkaðan landshluta eða eitt svið atvinnu, innviða eða þjónustu. Allt helst þetta í hendur, heilbrigðismál, menntun og önnur þjónusta ríkisins, samgöngur, nýir hvatar í skattkerfinu, atvinnuppbygging, orkumál, fjarskipti o.fl.

Grunnhugmyndin er sú að allir landsmenn eigi rétt á sömu þjónustu og lífsgæðum óháð búsetu. Með slíkri stefnu er lítil hætta á að innviðaskuldir verði til.

Þetta er allt að koma, sagði fjármálaráðherra um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2025. Daginn eftir hækkaði Arionbanki vexti af lánum.

Norðvestur kjördæmi er stærsta kjördæmi landsins en jafnframt það fámennasta. Fjölbreytileiki kjördæmisins er bæði landfræðilega og atvinnulega séð mikill. Innviðaskuld við kjördæmið hefur aukist mikið líkt og í öðrum kjördæmum. Mögleikarnir um uppbyggingu innan svæðisins erur gríðarlegir ef rétt er haldið á málum.

Jafnréttisáætlun eins og ég nefndi hér að ofan um, Ísland allt, myndi styðja við og efla þá uppbyggingu. Staðreyndir hér í Norðvestur kjördæmi sýna að malarvegir eru hvergi fleiri á landinu og vegir með bundnu slitlagi í niðurníðslu, afhendingar öryggi raforku er í ólestri víða. Heilbrigðisþjónusta er á mörgum stöðum alls ekki nógu góð. Landbúnaður á undir högg að sækja og svona mætti áfram telja.

Ekki er hægt að kenna covid um þetta allt saman.

 

Sigurður Páll Jónsson.

Höf. er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.