Skólamáltíðir fyrir alla

Steinþór Árnason

Í komandi sveitarstjórnarkosningum þann 26. maí skipa ég 3. sæti Miðflokksins á Akranesi.

Við í Miðflokknum á Akranesi ætlum að bæta þjónustu í þágu barna og foreldra í skólum og tómstundastarfi. Við ætlum að hafa fríar skólamáltíðir í grunnskólum til að öll börn fái holla og næringarríka máltíð yfir skóladaginn og til að létta undir með fjölskyldunum.

Ástæðan fyrir þessu er brýn og skýr. Í dag eru um 1000 börn í grunnskólum bæjarins og yfir mánuðinn eru um það bil 75% þeirra skráð í mat. Lægra er hlutfallið hjá unglingum einkum þegar fiskur er í matinn, þrátt fyrir að það sé boðið upp á salatbar sem annan möguleika alla daga. Einnig eru föstudagarnir talsvert lægri vegna styttri skóladags hjá mörgum.

Ég er það heppinn að vera matráður og yfir mötuneyti Grundaskóla á Akranesi og hef þar um 630 börn sem ég þarf að gefa að borða þegar þau eru skráð í mat. Reyni ég og mitt teymi að gera það sem við getum til að gera matinn áhugaverðan, lystugan og næringarríkan bæði svo að krakkanir verði skráðir í mat og líka svo að þau borði hann og nærist vel. En ábyrgðin er á foreldrum í dag að skrá þau eða láta þau fá pening með sér til að greiða fyrir máltíðirnar.

Ég hef líka þá aðstöðu að geta séð hvað þau börn sem taka með sér nesti borða. Því miður er það allt of oft ekki nógu næringarríkt eða spennandi til að það nýtist sem orkugjafi fyrir leik og lærdóm yfir allan daginn.

Ekki ætla ég að vera dómari um hvort að það sé vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimila, kunnáttu- eða áhugaleysis um hollustu og næringu eða vitlausar forgangsröðunar, að börnin eru ekki skráð í mat eða fá full næringarríkt nesti með sér í skólann. Enn eitt er víst og það er að vandamálið er til staðar og það er alvarlegt.

Ég sem matráður í grunnskóla og íbúi vel fjárhagslega staðs bæjarfélags gremst og fyllist leiða og sorgar yfir þessu og vill því berjarst fyrir því með flokki mínum í bæjarstjórn að koma á fríum skólamáltíðum fyrir okkar verðmætustu einskaklinga samfélagsins.

Gerum Akranes samkeppsinshæfara og setjum X við M.

 

Steinþór Árnason.

Höf. skipar 3. sæti á lista Miðflokksins á Akranesi fyrir komandi kosningar til bæjarstjórnar.

Fleiri aðsendar greinar