Skólamál og málefni fatlaðra

Íris Baldvinsdóttir

Akranes og Skagafjörður eiga það sameiginlegt að þar er gott að búa. Mannlíf er blómlegt og fólk vinalegt og hjálpsamt. Ég hef búið mestalla ævi í Skagafirði en flutti á Akranes í desember á síðasta ári og fann strax hversu gott er að vera hér. En það er alltaf hægt að bæta það sem gott er og gera betra.

Grunnþjónusta við bæjarbúa á að vera í lagi og Akraneskaupstaður á að sinna lögbundinni þjónustu.

Ég vinn í einum af grunnskólum Akraneskaupstaðar og sé þar glöggt hversu mikil þörf er á að bæta húsakosti og innviði s.s. tækjamál. Tryggja þarf að fjármagn til grunn- og leikskóla sé nægjanlegt til að innviðir og fagleg kennsla fái notið sín og hægt sé að bregðast við ýmsum málum er varða velferð nemenda.

Málefni fatlaðra standa mér einnig nærri og þar er margt sem þarf að bæta. Það vantar t.d. skammtímavistun fyrir fötluð börn á Akranesi, úrræði fyrir fötluð ungmenni, tómstundir, atvinnu og búsetuúrræði. Ráðast þarf í að innleiða NPA (notendastýrð persónuleg þjónusta).  Þjónustan á að vera heildstæð og taka mið af þörfum hvers og eins.

Að þessum málum og mörgum öðrum vill Miðflokkurinn vinna, fái hann stuðning til í komandi kosningum.

 

Íris Baldvinsdóttir.

Höfundur skipar 6. sætið á framboðslista Miðflokksins á Akranesi.

 

Fleiri aðsendar greinar