Ömurleg jólagjöf Hafró og meðvirkni stjórnvalda

Stefán Skafti Steinólfsson

Ágætu lesendur!

Hún var ömurleg jólagjöf Hafrannsóknastofnunar. Eftir 6% niðurskurð í sumar, er niðurstaðan úr haustralli sú að sýna þorskstofninn mælast minni þriðja árið í röð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir núverandi kvótakerfi. Veiðistjórnunin er ekki að ganga upp. Þorskaflinn er um helmingur af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Það versta er að meðvirkni stjórnmálamanna, bæjarfulltrúa og annarra kjörinna fulltrúa kemur í veg fyrir málefnalega líffræðilega gagnrýni á kerfið. Þingmenn, ráðherrar og Samtök sveitarfélaga vaknið til lífsins!

Á meðan fiskveiðiheimildir sogast úr fjórðungnum sitja kjörnir fulltrúar með hendur í skauti.  Nú er mál að linni. Ekki veitir af störfum og fjárhagslegri innspýtingu á fordæmalausum tímum.

Baráttukveðjur,

Stefán Skafti Steinólfsson.