Óboðleg skattheimta!

Guðsteinn Einarsson

Fasteignatengdir skattar í Borgarbyggð hafa um árabil verið einhverjir þeir hæstu sem þekkjast á landinu. Nú eru þeir orðnir óboðlegir, hafa orðið neikvæð áhrif á lífskjör og afkomu íbúa í byggðarlaginu.

Undanfarin ár hefur fasteignamat hækkað umfram verðlag, en þrátt fyrir það hefur skattaprósentan verið óbreytt. Þetta hefur leitt til þess að fasteignagjöld og fasteignatengd gjöld hafa hækkað umfram almennt verðlag.

Ef bornir eru saman fasteignatengdir skattar á einbýlishúsi í Kveldúlfsgötu annars vegar og húsi í Grafarvogi hins vegar þá er niðurstaðan samkvæmt meðfylgjandi töflu:

Samkvæmt þessu er fasteignamat hússins í Grafarvogi 55% hærra en hússins í Kveldúlfsgötu, á meðan fasteignatengdu skattarnir á húsinu í Kveldúlfsgötu eru 60% hærri en af húsinu í Grafarvogi.

Og íbúinn í Kveldúlfsgötu þarf að ráðstafa 1,2 milljónum af brúttó tekjum sínum til að greiða fasteignatengdu gjöldin eða 454 þúsund krónum meira en eigandi hússins í Grafarvogi.

Þessi ofur skattlagning Borgarbyggðar hefur því verulega íþyngjandi áhrif á afkomu íbúa Borgarbyggðar.

Er ekki kominn tími á breytingar?

Slagorð næstu sveitastjórnakosninga í Borgarbyggð verður því: Er ekki best að gleyma og grafa Framsókn!

 

Borgarnesi, 27. janúar 2025.

Guðsteinn Einarsson.