Mótum framtíðina saman

Elsa Lára Arnardóttir

Framsókn og frjálsir munu halda opna málefnafundi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Málefnafundirnir eru hluti af málefnastarfi framboðsins. Fundirnir fara fram í kosningamiðstöð okkar að Kirkjubraut 54 – 56. Fyrsti málefnafundurinn fer fram fimmtudagskvöldið 5. apríl og þá verður fundað um menntamál. Mánudagskvöldið 9. apríl verður fundað um íþrótta- og æskulýðsmál, þriðjudagskvöldið 10. apríl um skipulags- og umhverfismál, miðvikudagskvöldið 11. apríl um velferðarmál, mánudagskvöldið 16. apríl um atvinnumál og ferðaþjónustu og þriðjudagskvöldið 17. apríl verður fundað um menningar- og safnamál. Allir fundirnir fara fram frá klukkan 20:00 – 21:30. Á þessum fundum óskum við eftir samtali við þig en það er okkur mikilvægt að fá að heyra rödd þína. Hún skiptir máli til að gera gott Akranes að enn betra Akranesi.

Þú þarft ekki að hafa áhuga á pólitík til að mæta. Áhugi þinn á að gera Skagann okkar að enn betra samfélagi er góð ástæða til að mæta og spjalla. Hvort sem þú hefur áhuga á menntamálum, æskulýðsmálum, íþróttastarfi, skipulagsmálum, umhverfismálum, atvinnumálum, málefnum aldraðra, málefnum fólks með fötlun, ferðaþjónustu og/eða menningar- og safnamálum, þá hvetjum við þig til að mæta og láta skoðanir þínar í ljós. Nánari upplýsingar um dagskrá fundanna má finna á Facebook síðu framboðsins: Framsókn og frjálsir.

Ef þú hefur ábendingar um eitthvað sem betur má fara eða um það sem þér liggur á hjarta þá getur þú einnig sent okkur skilaboð í gegnum Facebook síðu okkar.

Á Facebook síðu okkar finnur þú einnig ýmis konar upplýsingar um framboðið. Frambjóðandi dagsins verður á dagskrá næstu dagana og auk þess verða settar inn auglýsingar um viðburði á vegum okkar. Má þar m.a. nefna vöfflukaffi á sumardaginn fyrsta og viðburð í tengslum við dag umhverfsins. Við hvetjum þig til að fylgjast með.

 

X við B fyrir Betra Akranes, #xb #betraakranes

Elsa Lára Arnardóttir

Höf. er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi