Ljósleiðaravæðingin

Áskell Þórisson

Ljósleiðarinn er að gera kraftaverk í atvinnumálum dreifbýlisins. Hvorki meira né minna. Nú getur fólk í æ ríkari mæli búið utan þéttbýlis og stundað vinnu sína. Ég geng svo langt að segja að ljósleiðaravæðing landsins sé að gera meira gagn en flest af því sem hefur átt að rétta hlut hinna dreifðu byggða. Árangur okkar í Kóveit byggir m.a. á ljósleiðaravæðingunni.  Þáttur nágranna míns, Haraldar Benediktssonar alþingismanns, er ómetanlegur.

Ég bý sem sagt í dreifbýlinu og var síðast í gærkvöldi í samskiptum við einstakling í fjarlægri heimsálfu vegna bókar sem hann er að gefa út. Sendi honum þungar myndir sem ekki hefði verið hægt að gera án ljósleiðara. Ég vinn heima og held m.a. úti vef auk þess að stunda mína vinnu. Þetta er hægt vegna framsýni þeirra sem hafa ýtt ljósleiðaravæðingunni áfram og stefna á að; „Aðgengi lögheimila og atvinnuhúsnæðis að ljósleiðara verði 99,9%“, eins og segir í skýrslu um ljósleiðaramál og útboð ljósleiðaraþráða.

Eðli málsins samkvæmt er saga ljósleiðaravæðingar á Íslandi ekki löng en Haraldur hefur sannarlega lagt sitt af mörkum í þessu sambandi – og fyrir það ber að þakka.

 

Áskell Þórisson, Ægissíðu í Hvalfjarðarsveit.

Fleiri aðsendar greinar