Klámhögg

Óðinn Sigþórsson

Það sætir furða að lesa yfirlýsingar nokkurra kvenna sem birtust í Vísi í kjölfar þess að Haraldur Benediktsson svaraði spurningum blaðamanns varðandi það hvort hann tæki 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins ef sú yrði niðurstaðan í prófkjöri.  Svo langt er gengið að þessi vinkvennahópur Þórdísar Kolbrúnar brigslar Haraldi um að „hann geti ekki keppt við konu án hótana“  Með þessum yfilýsingum sínum eru vinkonurnar aðeins að gera lítið úr varaformanni Sjálfstæðisflokksinns sem stjórnmálamanni.  Það á ekki að þurfa að skýla ráðherra og varaformanni flokks á bak við þá umræðu að það þurfi að sýna henni sérstaka tillitssemi vegna þess að hún sé kona. Hún ætti að vera komin á þann stall að vera eingöngu metin sem stjórnmálamaður í þeirri prófkjörsbaráttu sem nú er háð í Norðvesturkjördæmi.

Ég er raunar hissa á að Þórdís Kolbrún skuli sjálf ekki sussa niður í þessum vinkvennahóp sínum enda er þessi umræða óboðleg bæði fyrir Harald, hana sjálfa og ekki síst allar konur sem hasla sér völl í stjórnmálum.  Það er tekist á um oddvitasæti í þessu prófkjöri og gott er að hafa í huga að það hefur ávallt verið eitt meginhlutverk varaformanns Sjálfstæðisflokksins að sameina flokksmenn en sundra ekki.

Höfundur styður Harald í 1 sæti