
Katrín – minn forseti – margræð fyrirmynd
Helena Guttormsdóttir
Ljóst er að öll þau, sem samkvæmt könnunum, skipa efstu sætin í baráttunni um forsetaembættið, eru vel hæf til starfans. En hvað skilur þá á milli í vali okkar? Stundum er talað um að sumir einstaklingar hafi ákveðna heillandi áru eða karisma, sem við löðumst að, kveikir jákvæða tilfinningu og hreyfiafl. Á þann hátt hef ég dáðst að Katrínu Jakobsdóttur alveg frá því í „Gettu betur.“ Hún býr yfir leiftrandi orðfæri, dýpt og kímnigáfu. Tekur sjálfa sig ekki of alvarlega, mannasættir með sterkan persónuleika, hrein og bein og meiri nagli en sentimetrarnir í hæð segja til um. Óeigingjörn, vinnusöm og öflugur leiðtogi á sviði jafnréttis – og umhverfismála.
Með stolti, gleði og þakklæti fyrir að hafa verið mér margræð fyrirmynd um árabil gef ég Katrínu Jakobsdóttur atkvæði á laugardaginn.
Helena Guttormsdóttir
Höf. er myndlistarmaður og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands