Íslenskan og ESB
Jóhannes Finnur Halldórsson
„Íslenskan er lykilatriði,“ var fyrirsögn á vef mbl.is 4. september síðastliðinn, en þar var sagt frá niðurstöðu úttektar OECD (Efnahags- og framfarastofnunin). Þar kemur fram að innflytjendum hefur fjölgað hlutfallslega mest á Íslandi síðastliðinn áratug af öllum ríkjum OECD. Flestir koma frá löndum Evrópusambandsins. Í framhaldi af þessu spunnust miklar umræður um íslenskukunnáttu innflytjenda, sem kom í ljós að var talsvert slakari m.v. innflytjendur í öðrum löndum og kunnáttu innflytjenda á tungumáli þess lands. Eðlilega vorum við vonsvikin, sumir vilja bara reka fólk til baka, en flestir vilja takast á við vandann. Okkur skortir framtíðarsýn og fjármagn til að sinna þeirri framtíðarsýn. Í þessu samhengi vil ég benda á mjög athyglisvert viðtal við Thomasz Chrapek, tölvuverkfræðing, í Kastljósi RÚV sl. fimmtudag. Maður sem talar af reynslu sem innflytjandi og búandi hér á landi í nokkur ár.
Ef Ísland væri aðili að ESB, þá er mikið lagt upp úr því að þátttakendur geti talað á sínu tungumáli, t.d. á fundum og það verði þýtt á önnur tungumál. Evrópusambandið leggur gríðarlega áherslu á að hver aðildarþjóð geti notað sitt tungumál. ESB viðurkennir 24 opinber tungumál. Öll löggjöf ESB og opinber skjöl eru þýdd á þessi tungumál til að tryggja aðgengi og gegnsæi.
Ef Ísland væri aðili að ESB gætum við auk þess átt samráð og samstarf um að bæta íslenskukunnáttu allra. Þá kemur það oft fyrir að við getum ekki notað séríslenska stafi, en það eru til tæknilegar lausnir á því í dag. Þetta kostar, en með samvinnu fáum við sérfræðiþekkingu og aðstoð við að leysa slík mál og dreifa kostnaði vegna þess á fleiri ár.
Þegar EES samningurinn var til umræðu töldu sumir að það gæti haft neikvæð áhrif á stöðu íslenskunnar sem daglegt mál, bæði í viðskiptum og menntun, þar sem fólk myndi í auknum mæli þurfa að nota önnur tungumál. Kannski er það rétt, en ef við værum fullgildir aðilar að ESB, væru annað örugglega uppi á teningnum.
Það er svo merkilegt að það er hægt að bæta íslenskukunnáttu með samstarfi við aðrar þjóðir. ESB þjóðirnar í þessu samhengi.
Jóhannes Finnur Halldórsson,
Höf. tilheyrir þriðju kynslóðinni