Horfum fram á veginn

Hilmar Már Arason

Þakka þér fyrir greinina Gunnlaugur Auðunn Júlíusson hér á vef Skessuhorns, hún er skýr og skilmerkileg.

Ég vil byrja á því að hvetja fólk til að skila athugasemdum sínum til Borgarbyggðar fyrir 19. janúar vegna staðsetningar fyrirhugaðs skotæfingasvæðis eða skrifa undir þá undirskriftalista sem eru í gangi.

Ég sé ekki hver er munurinn á þessum tveimur lýsingum, þær eru svo til samhljóða (sjá hér að neðan). Okkur var sagt á opna fundinum í Hjálmakletti að öllum athugasemdum yrði svarað. Ég gekk eftir því við embættismenn Borgarbyggðar eftir fundinn og fékk þau svör að athugasemdum yrði svarað en þær væru svo margar að það yrði dráttur á. Þar hef ég greinilega ekki fengið réttar upplýsingar. Ég legg til að við stoppum ekki of lengi við þetta atriði heldur horfum fram á veginn og finnum skotæfingasvæðinu nýja staðsetningu.

 

Lýsing frá í desember 2017

http://borgarbyggd.is/frett…/skotaefingasvaedi-landi-hamars/

 

Lýsing frá því í nóvember 2014

http://borgarbyggd.is/frettaflokkur/191559/

 

Hilmar Már Arason, formaður umsjónarnefndar Einkunna.

Fleiri aðsendar greinar