Heimóttarlegir vextir

Sigurjón Þórðarson

Dögun leggur fyrir komandi kosningar höfuðáherslu á að afnema verðtrygginguna og lækka vexti. Ástæðan er einföld, sú að háir vextir þjaka heilbrigða uppbyggingu atvinnulífs og gera ungu fólki illkleift að koma sér þaki yfir höfuðið. Í stað þess að leggja upp með leiðir á borð við þá að greiða út margra ára húsnæðisbætur eða með sérlausnum sniðnum að einstökum hópum viljum við ráðast að rótum vandans. Vextir á húsnæðislánum á Íslandi eru margfalt hærri en annars staðar á Norðurlöndunum.

Háir vextir þjaka ekki einungis þann sem er að festa kaup á íbúð heldur einnig alla þá sem koma að byggingu húsnæðis og valda þeim verulega auknum kostnaði. Það á við um þann sem selur byggingarefni, þann sem hannar og verktakana. Á endanum þarf að velta kosnaðinum yfir á neytandann.

Vaxtokrið veldur dýrtíð og skertum lífskjörum á landinu. – Breytum því á kjördag með því að setja x við T.

 

Sigurjón Þórðarson í fyrsta sæti T lista Dögunar.