Heilaþvottur mannskepnunnar

Hafsteinn Sigurbjörnsson

Það er furðulegt hvað auðvelt er að heilaþvo heilar þjóðir með áróðri, lygum og þöggun um atburði sem snerta almenning. Talið er að miðlar séu ótrúlega áhrifamiklir á þessu sviði; prent-, útvarps-, net- og sjónvarpsmiðlar og aðrir sérstakir áróðursþættir.

Á langri ævi hef ég oft séð slíka atburði gerast. Sú barátta er gerð með tvennum hætti. Það er með fjölmiðlum og þögn þeirra um atburði sem valda ágreiningi eða öfugt, þ.e. gífurlegum áróðri öðrum deiluaðilanum til málsbóta.

Ef við tökum nokkur dæmi um þessa fullyrðingu mína vil ég nefna t.d. Víetnamstríðið, Kóreustríðið og innrás BNA í Írak. Sáralítið hefur þessu verið haldið á lofti, en allir sem fylgjast með heimsmálunum vita þetta. Hér er ég að tala um aðkomu Bandaríkja Norður-Ameríku að málinu. Þessi yfirburða staða BNA í fjölmiðlaheiminum hér á vesturhveli jarðar gerir það að verkum að þeir stjórna að miklu leyti hér almennum umræðum um heimsmálin.

Hér á Íslandi hafa t.d. horfið dagblöð af markaðnum á síðustu áratugum; þrjú dagblöð, þ.e. Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn. Þau voru málsvarar mismunandi flokka og auðvelt að sjá þar rök forystumanna hinna ýmsu flokka fyrir skoðunum sínum. Þetta er horfið og erfitt að heyra eða sjá gögn um aðgerðir einstakra aðila og flokka í fjölmiðlum.

Alþingi sjálft gaf út blað um tíma, sem hét Alþingistíðindi en nú er það eins og annað hætt því. Allt eru þetta skref að því sem ég kalla heilaþvott, þ.e. almenningur fær ekki lengur þær upplýsingar um ýmis þjóðmál sem varða allan almenning. Þetta bendir til þess að markvisst sé unnið að því að stjórna því sem um er rætt meðal almennings.

Átökin milli Úkraínu og Rússa eru dæmigerð um þetta. Almenningur er ekki upplýstur um hvers vegna Rússar fóru í stríð við Úkraínu. Það var vegna þess að Evrópusambandið hafði neitað Ungverjalandi um inngang í það vegna óráðsíu í stjórnun í landinu og þar voru Frakkar fremstir í flokki. Þetta varð til þess að BNA kom inn í málin og bauð aðstoð. Eftir þessa útkomu óskuðu Rússar eftir að Úkraína lýsti yfir hlutleysi í samskiptum við önnur ríki eða ríkjabandalög. Það fékkst ekki og Zelensky fór að óska eftir aðstoð BNA og að fá inngöngu í NATO.

NATO er stofnað af BNA, Noregi og Englandi vegna mikils fjölda kafbáta sem Rússar höfðu sent út í Atlantshafið í Kalda stríðinu upp úr 1950 og var ógnun við strandríki þess. Allt eru þetta staðreyndir, sem ekki er hægt að véfengja og segja hvað áróður einstakra aðila getur verið magnaður.

Um svona atburði hafa verið skrifaðar margar greinar, sem þeir sem kunna vel tildrög þeirra frá byrjun; stríðs og átaka, og annað í samhengi við það verða fljótt varir við að ýmislegt var þar, sem ekki er sannleikur og haldið leyndu.

 

Hafsteinn Sigurbjörnsson

Höf. er eldri borgari og búsettur á Akranesi