Handverksbakarí – eða erlent verksmiðjubakarí

Jóhanna Erla Jónsdóttir

Við á Íslandi er heppin að hafa þessi litlu snotru handverksbakarí í flestum þorpum landsins þar sem íbúar og aðrir gestir geta nálgast vörur sem unnar eru frá grunni á staðnum. Við í Geirabakaríi í Borgarnesi erum einmitt eitt af handverksbakaríum landsins.

Nær allt unnið frá grunni í Geirabakaríi

Við vitum vel að hægt er að reka bakaríin með mun meiri hagnaði og minni starfsmannaveltu ef við bara verslum allar vörurnar tilbúar eða forbakaðar eins og heildsölur eru að bjóða uppá. Sem dæmi má nefna að hægt er að kaupa steiktar frosnar pönnukökur, dónuts og vínarbrauð af þeim sem er bara brotabrot af því sem hægt er fá tilbúið erlendis frá. Það er tímafrekt að laga og baka vörurnar og þar kemur launakostnaður sterkur inn. Við þurfum að manna fleiri stöður og gerum það vel hérna í Geirabakaríi, við höfum verið heppin að halda okkar fólki til margra ára, sumarstarfsfólkið vinnur um helgar á veturna og svona rúllar þetta áfram ár eftir ár. Við erum stolt af vörunum okkar sem klárlega má sjá að eru handverksvörur sem ekki eru framleiddar með málbandi eða skornar í jafnar stærðir í vélum erlendis. Það sjá það flestir að handverksbakarí eru ekki samkeppnishæf við til dæmis litlu bakaríin í stórmörkuðunum sem rúlla á forbökuðum brauðum og bakkelsi, þar eru nær tilbúnar vörur settar frosnar í ofninn og búðin ylmar af nýbökuðum brauðum og bakkelsi.

Stöndum vörð um íslenska framleiðslu!

Við í Geirabakaríi eru stolt af því að titla okkur handverksbakarí og viljum með þessari grein koma því á framfæri að við gerum allar vörur frá grunni að frátöldum dónutshringjunum. Telja má allt að 50 vörutegundir í búðinni á dag og er ein vara af því sem við ekki framleiðum frá grunni. Stöndum vörð um íslaneska framleiðslu!

 

Jóhanna Erla Jónsdóttir

Höfundur er rekstrarstjóri Geirabakarís Borgarnesi.