Hamingjan eltir FKA konur á röndum um land allt

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Vetrarstarf Félags kvenna í atvinnulífinu á Vesturlandi (FKA) hófst nýverið með vel heppnaðri haustferð sem jafnframt var vinkonuferð. Félagskonur af Vesturlandi og úr höfuðborginni áttu saman notalega stund, funduðu og skemmtu sér vel á Hvanneyri og í böðunum í Krauma. Fundað var um starfið innan FKA og jólainnkaupin nánast kláruð á einu bretti á Matarhandverkshátíðinni á Hvanneyri.

Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki, Askurinn 2019, fór fram þennan dag. Það vakti mikla gleði í hópnum þegar úrslit keppninnar voru tilkynnt því meðal verðlaunahafa á sviðinu var FKA-konan Berglind Häsler sem tók á móti verðlaunum úr höndum annarrar FKA-konu þegar Havarí hlaut í Íslandsmeistaratitilinn í nýsköpun fyrir Bopp. Það var Anna Melsteð félagskona í FKA og samskiptatengill FKA Vesturlands sem sá um að afhenda Berglindi verðlaunin en á meðan var Pins Póló, maðurinn hennar Berglindar, sem stóð vaktina fyrir Austan og Boppaði í Berufirði til að anna eftirspurn.

Konur á Vesturlandi sem vilja stórefla tengslanetið sitt, styrkja sig og hafa áhrif til eflingar íslensks atvinnulífs eru hvattar til að taka þátt í starfi FKA og sækja um aðild. FKA eru félagasamtök fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. Hvort sem þú ert stjórnandi, leiðtogi, átt eða rekur þitt fyrirtæki – þá áttu heima í FKA.

Það er ekkert betra en að fjárfesta í sjálfri sér og sækja um aðild og taka árið 2020 með trompi í góðum félagsskap. Umsókn í Félag kvenna í atvinnulífinu og nánari upplýsingar um nefndir og deildir má finna á heimasíðunni fka.is; https://www.fka.is/umsokn.

 

Núverandi stjórn FKA Vesturland:

Formaður: Sandra Margrét Sigurjónsdóttir.

Gjaldkeri: Gyða Steinsdóttir.

Samskiptatengill: Anna Melsteð.

Ritari: Björg Ágústsdóttir.

Ingibjörg Valdimarsdóttir.

Þórhalla Baldursdóttir.

Fleiri aðsendar greinar