Frístundamál

Hörður Svavarsson

Af hverju ætti að bjóða upp á skipulagt tómstundastarf fyrir yngstu börnin okkar?

Af hverju ættu foreldar að nýta sér þennan valkost?

Það er trú okkar í Miðflokknum að tómstundastarf styrki börn félagslega, minnki líkur á kvíða hjá þeim, efli sjálfstraust og stórauki líkur á að þau velji sér heilbrigðan lífsstíl. Það að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, undir handleiðslu fagmenntaðs starfsfólks, í jákvæðu umhverfi hefur mikið forvarnargildi. Þar reynir á félagsfærni barna, þau þroskast og dafna í hlýju og öruggu umhverfi þar sem virðing og barnalýðræði er höfð í fyrirrúmi.

Á frístundaheimilum eignast börnin góða vini með sameiginleg áhugamál þar sem boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu eftir að hefðbundnum skóladegi líkur undir handleiðslu fagfólks.

Með því að ráða tómstunda- og félagsmálafræðinga eða annað uppeldismenntað fólk til starfa á frístundaheimilin og setja frístundamálin undir einn hatt þá tryggjum við besta fagþekkingu á öllum starfsstöðvum.

Það er trú okkar í Miðflokknum að stýra eigi öllu tómstundastarfi barna á skólaaldri frá miðlægri stjórnstöð. Þar horfum við til Þorpsins sem rétta aðilans sem stjórnanda og verkefnið sem frábæra viðbót við það starf sem þar er unnið. Það að safna þekkingunni á einn stað þar sem fagaðilar ráða för og hafa yfirumsjón með greiningu, stefnumótun og framkvæmd starfsins er í okkar huga algjört lykilatriði í þessu máli. Þannig nást og verða tryggð jöfn gæði frístundamála í báðum skólum sem og í Þorpinu.

 

Hörður Svavarsson.

Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins á Akranesi til bæjarstjórnakosninga í vor.

 

Fleiri aðsendar greinar