Fasteignagjöld í hæstu hæðum

Guðsteinn Einarsson

Í frétt í Morgunblaðinu 6. júlí 2016 segir að fasteignagjöld í Borgarbyggð séu þau hæstu í landinu.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/07/06/gjoldin_haest_i_borgarnesi/

Forseti Sveitastjórnar Borgarbyggðar hafði einhver orð um það í umræðum um fjárhagsáætlun ársins 2019 að fasteignagjöld í Borgarbyggð yrðu lækkuð, á íbúðarhúsnæði.

En þegar betur er að gáð þá munu þau hafa hækkað talsvert meira en þau lækkuðu.

Miðað við eign mína við Kveldúlfsgötu þá breyttist fjárhæð fasteignagjald þannig:

Á sama tíma hækkaði neysluvísitala Hagstofunar þannig:

Eins og sjá má þá lækkaði álagningarprósenta fasteignagjalds örlítið, en á móti þá hækkaði sveitarstjórn Borgarbyggðar fasteignatengd gjöld sem nemur þrefaldri – fjórfaldri verðlagsbreytingu, þannig að í heildina þá hækkuðu fasteignatengdir skattar í Borgarbyggð um tvöfalda verðlagshækkun.

Þessu til viðbótar þá eru fráveitugjöld og vatnsskattur í Borgarbyggð einhver þau hæstu á byggðu bóli.

En eins og þessi tafla sýnir þá er miklu hagstæðara að vera fasteignaeigandi í Reykjavík en Borgarnesi sé tekið mið af þessum tölum.

Eins og sjá má af þessari töflu þá er kostnaður íbúðareiganda, svipað stórra húsa, í Borgarnesi rétt um 50% hærri en í Reykjavík, þó svo að húsið í Reykjavík sé að fasteignamati nærri helmingi verðmeira.

Þannig að líklega hefur meirihluta Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og VG tekist að halda í Íslandsmetið í sköttum á fasteignaeigendur.

Þessi staða hvetur ekki fólk til þess að byggja og búa í Borgarnesi, nema síður sé.

 

Borgarnesi, 10. mars 2019

Guðsteinn Einarsson.