Fasteignagjöld í Borgarbyggð 2020

Guðsteinn Einarsson

Nú á dögunum fengu íbúar Borgarbyggðar senda fasteignagjaldaseðla fyrir árið 2020.

Og eins og stundum áður er hækkun fasteignagjalda rífleg í Borgarbyggð, en fasteignaskattur eins og hann birtist í Borgarnesi, a.m.k. hjá undirrituðum, þá er hækkunin milli ára 7,9% eða u.þ.b. þreföld hækkun verðlags á sama tíma.

Líklega er það stefna meirihlutans að ná aftur þeirri stöðu sem var árið 2016 að vera með einhver hæstu fasteignatengu gjöld á byggðu bóli á Íslandi.

Samkvæmt svokölluðum lífskjarasamningi var miðað við að hækkun á opinberri þjónustu og sköttum yrði í samræmi við verðlag eða um 2,5% milli áranna 2019 og 2020.  Það samkomulag hefur bersýnilega farið framhjá meirihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar.

Og líklega getum við vænst þess að núverandi meirihluti Íhalds, Samfylkingar og viðhengis, stæri sig af frábærri fjármálastjórn og afburða góðum rekstri sveitafélagsins.

 

Borgarnesi, 25. janúar 2020

Guðsteinn Einarsson.

Fleiri aðsendar greinar