Ertu að innbyrða of mikið magn af C eða E vítamíni?

Karen Jónsdóttir

Í þessum þriðja pistli um E-efni er komið að flokknum þráavarnarefni eða E 300-399. E-efna listi þráavarnarefna er ótrúlega langur og inniheldur 52 númer fyrir utan undirnúmer. Tilgangur þráavarnarefna er að „draga úr hættu á að fita og olíur þráni fyrir áhrif súrefnis. Efnin geta einnig hindrað litabreytingar í afhýddum eða skornum ávöxtum og grænmeti. Það sama á við um litarbreytingar í ýmsum drykkjarvörum. Af þráavarnarefnum sem geta valdið óþoli ber helst að nefna BHA og BHT sem hafa númerin E 320 og E 321. Þá má geta þess að ýmsar sýrur og sýrustillar hafa númer á bilinu E 300-399.“

Þetta er allt og sumt og svo kemur listi af númerum og nöfnum sem fæstir skilja. En það sem vekur athygli er að þessi efni eiga að draga úr hættu á að fita og olíur þráni, en er það hin eiginlega hætta? Hvað gerist þegar maður innbyrðir olíur sem hafa þránað? Við spýtum henni út úr okkur. En hvað gerist þegar þráavarnarefni eru innbyrt? Ekki gott að segja. Náttúrulegu þráavarnar efnin er ætíð skásti kostur en þau helstu eru ýmist unnin úr C eða E vítamínum.  En bæði C og E vítamín flokkast undir svokallaða andoxara. Heilsugeirinn hefur verið mjög upptekin af andoxunar efnum til að viðhalda æsku og ljóma og hefur oft fengið bágt fyrir og telja margir stórhættu felast í því að innbyrða of mikið magn af andoxunarefnum. En aldrei er minnst á að það geti verið skaðlegt að innbyrða of mikið magn af þráavaranarefnum. Ef megnið af framleiddu vörunum innihalda bæði C og E vítamín, þ.e. náttúruleg þráavarnarefni, erum við þá kannski komin með of stóra skammta af vítamínum? Tala nú ekki um ef við tökum svo bætiefni með. Umhugsunar efni? Já það myndi ég telja.

 

Á vef doktor.is kemur fram um C vítamín:

„Möguleg eitrunaráhrif; höfuðverkur, þreyta, svefnleysi, ógleði, magakrampi, niðurgangur, svitakóp og útbrot á hörundi. Hjá einstaklingum sem hafa tilhneigingu til myndunar þvagsýrugigtar og hjá þeim sem hafa af erfðafræðilegum ástæðum afbrigðilegheit með tilliti til niðurbrots á C-vítamíni aukast líkur á myndun nýrnasteina. Einnig getur mikil óhófsneysla vítamínsins leitt til eitrunaráhrifa vegna of mikil járns í blóði en C-vítamín bætir upptöku járns í blóð.“

 

Á vef doktor.is kemur þetta fram um E vítamín:

„Ef neytt er meira en eins gramms á dag, getur það valdið höfuðverk og þrautum í iðrum en það er ekki oft sem slíkt gerist. Gríðarleg neysla á E-vítamíni (10 gr. á dag) hefur valdið verri frjósemi um skamman tíma hjá körlum og konum. Þeir sem fá blóðþynnandi lyf, eða eru í áhættuhóp vegna heilablæðinga, ættu að hafa samráð við lækni áður en þeir hefja töku E-vítamíns, því áhrif lyfjanna geta aukist við neyslu E-vítamíns.“

 

En skoðum nokkur þráavarnarefni bara til að fá smá innsýn í hvað þau innihalda, hámarks skammta daglegrar neyslu og svo mögulegar aukaverkanir.

E 300 Askorbínsýra, E 301 Natríumaskorbat, E 302 Kalsíumaskorbat:  náttúrulegt C vítamín, hámark daglegrar inntöku ekkert viðmið.

E 304 Askorbýlpalmit iðnaðarframleiðsla, fituleysanlegt form af C vítamín, hámarks inntaka 1,25 mg/kg líkamsþyngd.

E 306 Tókóferól (náttúrulegt) E vítamín unnið úr olíu, hámarks inntaka 2mg/kg líkamsþyngd.

E 307 Alfa-Tókóferól iðnaðarframleiðsla unnið úr sólblómaolíu hámarks inntaka 2mg/kg líkamsþyngd.

E 308 Gamma-Tókóferól iðnaðarframleiðsla unnið úr Sojabaunaolía hámarks inntaka 2mg/kg likamsþyngd.

E 309 Delta-Tókóferól iðnaðarframleiðsla unnið úr Sojabauna olíu, hámarks inntaka 2mg/kg líkamsþyngd.

E 310 Própýlgallat, iðnaðarframleiðsla unnið úr tannínum planta með propanoli og gallic sýru. Hámarks inntaka 1,4mg/kg líkamsþyngd. Mögulegar aukaverkanir, exem, magavandamál og ofvirkni.

E 311 Oktýlgallat iðnaðarframleiðsla unnið úr tannínum planta með octanol og gallic sýru. Hámarks inntaka 0,5mg/kg líkamsþyngd. Mögulegar aukaverkanir, exem, magavandamál og ofvirkni.

Hægt er að kíkja á vefin http://www.food-info.net/uk/e/e300.htm  til að sjá innihald hinna 44 þráavarnar efnana.

Verum meðvituð um hvað við borðum því hvergi kemur fram á innihaldslýsingu hversu mikið magn af þráavarnarefnum varan inniheldur og fæstir reikna út hversu mikið magn þeir innbyrða yfir daginn.  Borðaðu því hreina og E efna lausa fæðu.

 

Lífrænar kveðjur,

Kaja

Fleiri aðsendar greinar