Ég styð Bjarna í fyrsta sætið

Barbara Guðbjartsdóttir

Ég treysti Bjarna Jónssyni til að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann lætur sig landsbyggðina varða. Hann mun verja hagsmuni smábátaútgerða sem víða er að finna í kjördæminu. Hann kom að málefnum dreifnámsdeildarinnar á Hólmavík og mun því standa vörð um að hún fái tilætlað fjármagn til áframhaldandi starfa. Dreifnámsdeildir skipta lítil bæjarfélög miklu máli. Bjarni er staðfastur og fylginn sér, sem er gríðarmikilvægur eiginleiki þegar inn á þing er komið. Ég vil því hvetja flokksmenn til að kjósa Bjarna í fyrsta sætið. Bjarni Jónsson mun nefnilega láta sig allt kjördæmið varða en ekki aðeins það byggðarfélag sem hann býr í.

 

Barbara Guðbjartsdóttir

Fleiri aðsendar greinar