Byggðakvóta á Akranes

Guðjón Viðar Guðjónsson

Nú er ljóst að HB Grandi er að flytja bolfiskvinnslu sína frá Akranesi og þá er ekkert annað í stöðunni en að fá úthlutað byggðakvóta fyir Akranes. Til að Akranes haldi reisn sem útgerðarbær og að Skipaskagi standi undir nafni þá er það skilyrðislaust verkefni stjórnmálamanna sem tengjast Akranesi að sjá til þess að úthlutað verði byggðakvóta hingað á Skagann. Annars er það grátlegt að verða vitni að því að það fólk sem staðið hefur framarlega í að fá HB Granda til að halda áfram vinnslu á Akranesi hefur engan áhuga á að gagnrýna rót vandans sem er kvótakerfið sjálft. Fiskveiðikerfi sem byggt er upp eins og það er í dag er ósanngjarnt og býður uppá að sameign þjóðarinnar er að færast á færri hendur og auðsöfnun fyrir þá sem eru handhafar kvótans.

Það yrði grátlegt að að láta öll þessi mannvirki standa auð sem byggð hafa verið til fiskvinnslu og allur mannauður er fyrir hendi. Að fá byggðakvóta á Skagann er skylduverk fyrir fyrir þingmenn og bæjarfulltrúa á Akranesi. Hagstæðast væri að breytt yrði um fyrirkomulag fiskveiða á Íslandi þannig að ekki yrði hægt að framselja kvóta og kvótinn verði bundinn við byggðarlög.

 

Guðjón Viðar Guðjónsson

Fleiri aðsendar greinar