Borgarbyggð í fararbroddi

Brynja Þorsteinsdóttir

„Borgarbyggð verði í fararbroddi meðal íslenskra sveitarfélaga í umhverfisstarfi.“ Þetta er fyrsta setninginn í umhverfisstefnu Borgarbyggðar sem samþykkt var af Umhverfis- og skipulagsnefnd 11. febrúar 2013. Núna, rúmum fimm árum eftir að þessi stefna var gefin út, eigum við mjög langt í land.

Ég tel mjög mikilvægt að leggja áherslu á að vinna að þessu markmiði. Það gerum við meðal annars með því að velja vistvænni vörur fram yfir einnota og þá sérstaklega plast. Einnig með notkun tækja sem nota umhverfisvænni orkugjafa s.s. rafbíla.

Í áðurnefndri umhverfisstefnu kemur einnig fram að sérstök áhersla skuli lögð á að jarðgera lífrænan úrgang, í því hefur ekkert gerst í fimm ár og tel ég löngu tímabært að taka til hendinni í þeim efnum.

Þá þurfum við að efla verulega fræðslu og kynningu á sorpflokkun og tryggja það að allir íbúar sveitafélagsins hafi gott aðgengi að flokkunarstöðvum. Við í VG viljum skoða hvetjandi kerfi með afslætti á sorphirðugjöldum fyrir þá sem flokka.

Umhverfissjónarmið eiga að hafa vægi við ákvarðanatöku alveg eins og t.d. fjárhagssjónarmið og atvinnusjónarmið.

 

Brynja Þorsteinsdóttir

Höf. skipar 5. sæti á lista VG í Borgarbyggð