Borg útfararþjónusta

Sigurbjörg Viggósdóttir

Það var á vordögum sem fréttist að búið væri að stofna nýja útfararþjónustu í Borgarnesi. Þar eru tvær konur að verki. Guðný Bjarnadóttir frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal og Gréta Björgvinsdóttir sem flutti í Borgarnes sunnan af Álftanesi fyrir nokkrum árum.Guðný er lærð hjúkrunarkona, ljósmóðir og djákni. Hún bjó og starfaði í Vestmannaeyjum um árabil en flutti í Borgarnes um svipað leiti og Gréta. Nú ætla ég að segja frá reynslu okkar hjóna af viðskiptum við þessa nýju útfararþjónustu.

Kristján maðurinn minn missti móður sína háaldraða þann 27. júlí og hafði hún dvalið í Brákarhlíð síðustu þrjú árin. Við tókum strax þá ákvörðun að tala við konurnar hér þótt jarðsetja ætti konuna í Fossvogskirkjugarði. Og í einu orði sagt var þeirra þjónusta alveg frábær. Þær komu heim til okkar og gerðu nánast allt fyrir okkur frá A til Ö. Útförin fór vel fram í alla staði og allt sem þær gerðu einkenndist að látleysi og virðingu. Vorum við mjög ánægð með alla þeirra þjónustu. Það besta var að þurfa ekki að borga hér og þar, þær sáu um allar greiðslur og fengum við svo einn sundurliðaðan reikning til að greiða. Við hér í Borgarbyggð megum vera ánægð með að fá þessar góðu konur til starfa á þessu sviði.

 

Bestu kveðjur,

Sigurbjörg Viggósdóttir, Rauðanesi 3

Fleiri aðsendar greinar