
Athugið; ég er í framboði
Sigurjón Þórðarson
Mér finnst rétt að skýra fjarveru mína í þætti á Stöð 2 með oddvitum lista sem bjóða fram til Alþingis 2016 í Norðvesturkjördæminu. Ástæðan er einföld – Fréttastofa Stöðvar 2 útilokaði mig frá því að taka þátt í þættinum.
Ekki veit ég hvers vegna Stöð 2 vill leggja bann á málflutning Dögunar í Norðvesturkjördæminu. Ekki er ólíklegt að það sé gagnrýni Dögunar á fjármálasukkið og skattaskjólin, sem tengist óneitanlega eigendum Stöðvarinnar?
Dögun sem berst fyrir almannahagsmunum hefur mátt sæta þöggun á Stöð 2 á meðan nýtt framboð Viðreisnar, með áberandi andlitum auðmanna, talsmanna kvótagreifa og álvera auk kúlulánaþega hafa verið eins og gráir kettir í þáttum fjölmiðlasamsteypunnar.
Ég vil þakka þeim mörgu í kjördæminu sem ég hef hitt á ferðum mínum síðustu vikur fyrir sérstaklega góðar móttökur og vona að áframhald verði á því.
Sigurjón Þórðarson
Höf. er oddviti lista Dögunar í Norðvesturkjördæminu.