Af fasteignagjöldum og fleiru

Guðsteinn Einarsson

Fasteignagjöld í Borgarbyggð hafa um árabil verið einhver þau hæstu á landinu.  Í ár er engin breyting þar á, enda líklega þörf á sem mestum tekjum til sveitarfélagsins til þess að kosta óreiðuna í fjármálum undir stjórn núverandi meirihluta.

Ég hef áður í greinum sýnt mismuninn á fasteignasköttum, annarsvegar á mínu húsi í Borgarnesi, og húsi vinar míns í Grafarvogi sem er aðeins minna en mitt í fermetrum talið, en fasteignamat þess er hærra.

Mismunurinn á gjöldum í Borgarbyggð og Reykjavík er sláandi

Samkvæmt grein í Skessuhorni nú nýlega þá talaði einn fulltrúi meirihlutans í Borgarbyggð fjálglega um að fasteingaskattar hækkuðu ekki þar sem álagningarprósentan hækkaði ekki.  Veruleiki íbúanna sem þurfa að greiða fasteignaskatta er þessi:

Hækkun fasteignatengdra gjalda Borgarbyggðar er tæplega tvöföld verðlagshækkun milli ára.

Skoðum aðeins hvaða tekjur þarf að hafa til þess að greiða fasteignagjöld af húsi eins og mínu:

Það er því dýrt spaug að eiga og reka íbúðarhúsnæði í Borgarbyggð!

Skv. pistli fulltrúa meirihlutans hækka skuldir sveitarfélagsins lítið sem ekkert.  Hann tekur hækkun milli áranna 2022 og 2024 sem dæmi.  Raunveruleikinn er sá ef miðað er við síðasta þekkta uppgjör Borgarbyggðar 2019 og síðasta ár langtímaáætlunar núverandi meirihluta þá eru horfurnar þessar:

Áætlunin gerir því ráð fyrir að skuldir og skuldbindingar hækki um tæplega 1,3 milljarða króna. Og þar sem framkvæmdir á tímabilinu eru áætlaðar 1,4 milljarðar króna og hafa gjarnan farið 50% til 80% fram úr áætlun þá er líklegra að skuldaaukningin verði nær 2 milljörðum króna þegar upp verður staðið.

Flest bendir til þess að núverandi meirihluti hafa litla sem enga stjórn eða yfirsýn yfir fjármál og rekstur sveitarfélagsins.  Ef til vill er það ástæðan fyrir feluleiknum um skýrslu KPMG um innra eftirlit og fjárhagskerfi sveitafélagsins.

 

Borgarnesi, 3. febrúar 2021.

Guðsteinn Einarsson.