
Verðlaunagripurinn ber heitið „Biðukolla“ og er sérhannaður fyrir landbúnaðarverðlaunin af Matthíasi Rúnari Sigurðssyni myndhöggvara. Biðukollan er táknmynd hringrásarinnar sem er undirstaða sjálfbærs landbúnaðar. Ljósm: Stjórnarráðið
Óskað tilnefninga til landbúnaðarverðlauna
Atvinnuvegaráðuneytið hefur óskað eftir tilnefningum til landbúnaðarverðlauna ráðuneytisins sem veitt eru í tengslum við Búnaðarþing. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að öllum sé frjálst að senda inn tilnefningar um bændabýli eða önnur landbúnaðarfyrirtæki og félög sem talin eru hafa verið til fyrirmyndar að einhverju leyti í íslenskum landbúnaði á síðasta ári. Stutt greinargerð skal fylgja með tilnefningu þar sem fram koma helstu upplýsingar um starfsemi tilnefndra ásamt rökstuðningi fyrir tilnefningunni. Verlaunahafar geta verið allt að þrír.