
KR með öruggan sigur á ÍA
Lið ÍA og KR mættust í sextándu umferð Bónus deildar karla í körfuknattleik í AvAir höllinni í gærkvöldi. Fyrir leikinn var lið KR um miðja deild með 16 stig en lið ÍA í því neðsta með 6 stig. KR mætti ákveðnara til leiks og náði frumkvæði strax í upphafi. Forysta þeirra náði mest þrettán stigum í fyrsta leikhluta en að honum loknum var staðan 20-29. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta en forysta KR hélst og í hálfleik var staðan 47-57. Í síðari hálfleik dró meira í sundur með liðunum og leiknum lauk með öruggum sigri KR; 98-120.