
Bústin grásleppa. Ljósm. úr safni/ mm
Grásleppuveiðar hafnar norðanlands enda verð í hæstu hæðum
Grásleppuveiðar hófust fyrr í mánuðinum fyrir norðan land. Það er mjög óvenjulegt en skapast annars vegar af veðurfari og hins vegar og síðast en ekki síst af markaðslögmálum. Samkvæmt aflatölum frá Fiskistofu hefur fyrsti grásleppubáturinn, Magnús Jón ÓF-14 landað á Ólafsfirði á þrettándanum. Síðan hafa þrír aðrir bátar hafið veiðar og landað á Siglufirði, Ólafsfirði, Skagaströnd og Dalvík. Fram til þessa hefur verið landað 2,3 tonnum af grásleppu.