
Horft til norðurs af Síldamannagötum. Ljósm. west.is
Göngubrú yfir Fitjaá í undirbúningi
Sumarhúsafélagið á Fitjum í Skorradal hefur undanfarin misseri unnið að undirbúnings- og hugmyndavinnu vegna möglegrar uppbyggingar gönguleiða í botni Skorradals innan Fitja og Vatnshorns. Meðal þess sem verkefnið felur í sér er að reist verði göngubrú yfir Fitjaá á þeim stað sem Síldarmannagötur lágu til forna yfir ána. Sumarhúsafélagið hefur óskað eftir afstöðu Skorradalshrepps til þessa verkefnis og hvort hreppurinn hafi möguleika á að veita því fjárhagslegan stuðning.