Gistinóttum fækkaði verulega á milli ára

Gistinóttum á hótelum  á Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði um 17,6% í desember á síðasta ári í samanburði við desember 2024. Þetta kemur fram í tölu frá Hagstofunni. Á landinu öllu fækkaði gistinóttum á sama tíma um 11,4%. Alls voru gistinæturnar tæplega 300.000 á landinu öllu í desember en voru 339.000 á sama tíma árið áður. Mestu munar um fækkun gistinótta á höfuðborgarsvæðinu eða um 36 þúsund. Mestur varð samdrátturinn á Austurlandi 27,2%, á höfuðborgarsvæðinu var fækkunin 6,4% og á Suðurlandi 5,1%.  Á Norðurlandi fjölgaði hins vegar um 11,2% og á Suðurnesjum um 9,6%.