Afturelding lagði ÍA í Lengjudeildinni

Með hækkandi sól hefjast vetrarmótin í knattspyrnu. Lið ÍA hóf keppni í A-deild Lengjudeildar karla í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Aftureldingu i Akraneshöllinni. Skemmst er frá því að segja að Afturelding hafði betur í leiknum og skoraði tvö mörg gegn einu marki heimamanna sem Rúnar Már Sigurjónsson skoraði.