Mikil fjárútlát og sóun fylgir niðurlagningu eldri farsímakerfa

Eins og fram hefur komið í fréttum vinna fjarskiptafyrirtækin hér á landi að lokun eldri farsímakerfa. Búið er að loka öllum 2G sendum og nú er komið að því að slökkva á 3G-sendunum. Þetta gera fjarskiptafyrirtækin til að rýma fyrir nýrri og öflugri tækni. Breytingin þýðir að búnaður sem aðeins styður 3G mun hætta með öllu að virka. Skipta þarf út búnaði sem aðeins styður eldri tækni. „Búnaður sem styður 4G og 5G mun halda áfram að virka en mikilvægt er að búnaður sem nýttur er fyrir símtöl fyrir farsímakerfið styðji VoLTE (Voice over LTE). Það er ekki gefið að símtæki sem styðja 4G styðji símtöl yfir 4G (VoLTE) og því mikilvægt að kynna sér það, segir í tilkynningu frá Símanum.