
Á meðfylgjandi stöplariti má sjá hækkanir á fasteignagjöldum miðað við fasteignamat og meðalstærðir íbúða í hverfum og til viðmiðunar er hækkun launa á sama tímabili.
Fasteignagjöld hækka mun meira en laun
Í kjölfar mikillar hækkunar fasteignamats hafa fasteignagjöld hækkað víða um land. Þetta gerist þrátt fyrir að mörg sveitarfélög hafi lækkað álagningarprósentu til að koma til móts við hærra fasteignamat. Þetta kemur fram í nýrri útttekt Verðlagseftirlits ASÍ á fasteignagjöldum 53 sveitarfélaga. Gjöldin samanstanda af fasteignasköttum, vatnsgjöldum, fráveitugjöldum og lóðarleigu. Af 53 stærstu sveitarfélögunum lækkaði álagningarprósentan í 33 sveitarfélögum en var óbreytti í 19 þeirra.