
Framkvæmdir verða í fullum gangi á næstunni. Myndin er tekin á vettvangi. F.v: Agnes og Jóel og Rannveig og Páll ásamt sonum sínum, Hrafnkeli Einari og Illuga Erni Pálssonum.
Þúfan opnuð þar sem La Colina var í Borgarnesi
Nýr veitingastaður, kaffihús og viðburðarými mun opna á næstu vikum í Borgarnesi undir nafninu „Þúfan - pizzeria & espresso bar.“ Það eru fjórir vinir sem hafa tekið við rekstrinum á Hrafnakletti 1b þar sem pizzastaðurinn La Colina var. Þetta eru þau Agnes Hjaltalín Andradóttir, Jóel Darri Ólafsson, Rannveig Rögn Leifsdóttir og Páll Einarsson. Fyrirhugað er að í Þúfunni verði boðið upp á eldbakaðar pizzur, gott kaffi og geislandi stemningu eins og það er orðað í tilkynningu. Framkvæmdir við staðinn eru í fullum gangi og reiknað er með að opnað verði seinni partinn í febrúar, en verður auglýst þegar nær dregur.