Hér er ljósmynd úr kortasjá af Borgarnesi.

Nýjar loftmyndir af þéttbýli komnar í kortasjá

Nýjar loftmyndir voru teknar á Vesturlandi síðastliðið sumar. Þær hafa nú verið birtar á kortasjám sveitarfélaganna sem hægt er að nálgast frá heimasíðum þeirra. Að þessu sinni voru nýjar loftmyndir teknar af Akranesi, Borgarnesi, Grundartanga og Melahverfi. Í kortasjánni er einnig hægt að finna upplýsingar um ýmsa þjónustu og afþreyingu eins og sundlaugar, örnefnaskrá og tjaldsvæði svo eitthvað sé nefnt. Þá er hægt að sjá eldri loftmyndir og sjá hvernig byggð hefur þróast. Það er gert með því að velja tímaflakk en elstu myndirnar eru frá árinu 1958.