Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta

Fiskistofa hefur auglýst á vef sínum eftir umsóknum um byggðakvóta sem innviðaráðherra hefur úthlutað til Grundarfjarðar, Ólafsvíkur og Stykkishólms. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns var úthlutað 15 tonnum af byggðakvóta til Ólafsvíkur, 100 tonnum til Grundarfjarðar og 50 tonnum til Stykkishólms.