Landsmenn hafa verið duglegir að sækja leikina í Svíþjóð og eiga áhorfendur drjúgan þátt í góðu gengi liðsins. Ljósm. Hafliði Breiðfjörð

Allt undir í leikjunum í dag og á morgun

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir í dag Sviss í þriðja og næstsíðasta leik í milliriðli 2 á EM í Svíþjóð. Hefst leikurinn klukkan 14:30. Á sama tíma á morgun mætir liðið svo Slóveníu. Vinni Ísland þessa tvo síðustu leiki í milliriðli fer það í undanúrslit mótsins sem hefst á föstudaginn. Ísland er sem stendur í efsta sæti riðilsins. Leiktímann ber upp á vinnutíma í fyrirtækjum og stofnunum og má fastlega búast við að landsmenn sitji límdir framan við tölvur og viðtæki enda hrífst þjóðin með í góðu gengi liðsins. Fram til þessa hefur Ísland unnið alla leiki sína á mótinu, utan fyrsta leiksins í milliriðli, þegar eins marks tap var staðreynd á móti Króatíu.

Áfram Ísland!