Sturla Böðvarsson tekur hér við viðurkenningu sinni fyrir Íþróttamann Snæfells frá Kristni Hjörleifssyni formanni HSH.

Sturla er íþróttamaður Snæfells 2025

Héraðssambandið Snæfell hefur útnefnt Sturlu Böðvarsson Íþróttamann Snæfells árið 2025. Þrátt fyrir ungan aldur er Sturla máttarstólpi meistaraflokks karla í körfubolta og hefur leikið á alls oddi að undanförnu. Auk þess að spila með heimaliði sínu er Sturla í landsliðshópi U-18 í körfu, ásamt Öddu Sigríði Ásmundsdóttur. Valdís Helga Alexandersdóttir er svo í U-16 landsliðshópnum. Snæfell á því þrjá flotta fulltrúa í æfingahópi yngri landsliða í körfunni.