Tíu efstu, eða fulltrúar þeirra, í kjörinu á Íþróttamanneskju Borgarfjarðar. Fremst sitja f.v. Ólafur Daði Birgisson sveitungi sem tók við verðlaunum f.h. Kristínar Þórhallsdóttur, Helgi Guðjónsson og Helga Jensína Svavarsdóttir sem tók við verðlaunum en dóttir hennar Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir hafnaði í öðru sæti í kjörinu. Fyrir aftan standa síðan aðrir sem voru í kjörinu eða fulltrúar þeirra sem voru ýmist systur, bræður, mæður eða ömmur. Guðrún Þórðardóttir formaður UMSB og Bjarney L. Bjarnadóttir framkvæmdastjóri standa til endanna. Ljósmyndir: mm

Helgi Guðjónsson er íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2025 – myndasyrpa

Kjöri Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2025 var lýst við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi í gær. Þar afhenti forsvarsfólk UMSB jafnframt ýmsar viðurkenningar fyrir góðan árangur á liðnu ári. Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2025 er Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður úr UMFR. Helgi átti án efa sitt besta ár þar sem hann var einn besti leikmaður fyrnasterks liðs Víkings Reykjavíkur sem varð Íslandsmeistari. Hlaut Helgi 9,6 stig í kjörinu. Í 2. sæti varð Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir sleggjukastari með 9,4 stig og í 3. sæti Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona með 8 stig. Í 4. – 10. sæti í kjörinu urðu í stafrófsröð: